Skortur barna á Íslandi á sviði menntunar 2014

 • Provider: UNICEF á Íslandi
 • Catalog: No time
 • Localized to: Icelandic
 • Description:

  Með skortgreiningu UNICEF er efnislegur skortur meðal barna á Íslandi mældur eftir sjö sviðum og níu flokkum bakgrunnsbreyta. Menntun er eitt sviðanna sjö. Þar er spurt um það hvort börn geti tekið þátt í ferðum eða viðburðum á vegum skólans sem greiða þurfi fyrir og hvort aðstaða sé til heimanáms á heimilinu.

  Á myndinni má sjá skort barna á sviði menntunar eftir öllum bakgrunnsbreytunum í skortgreiningu UNICEF. Að auki er hægt að bera saman við þær almennan skort barna á Íslandi á sviði menntunar, sem er 3,0%. Með þessu móti er hægt að sjá hvaða hópar eru viðkvæmari fyrir skorti á umræddu sviði en aðrir.

  Meiri upplýsingar um skortgreiningu UNICEF er að finna í skýrslunni Réttindi barna á Íslandi: Börn sem líða efnislegan skort, sem er aðgengileg á heimasíðu UNICEF á Íslandi www.unicef.is.

 • Dimensions

  • Skortur
   • Heildarskortur á sviði húsnæðis 30,1% (án bakgrunnsbreyta)
   • Heildarskortur á sviði menntunar: 3,0% (án bakgrunnsbreyta)
   • Skortur á sviði húsnæðis (eftir bakgrunnsbreytum)
   • Skortur á sviði menntunar (eftir bakgrunnsbreytum)
  • Bakgrunnsbreyta
   • Kyn barns
   • Drengir
   • Stúlkur
   • Menntunarstig foreldra
   • Grunnmenntun
   • Framhalds- og starfsmenntun
   • Háskólamenntun
   • Uppruni foreldra
   • Fæddir á Íslandi
   • Fæddir erlendis
   • Heimilisgerð
   • Einstætt foreldri með barn eða börn
   • Tveir fullorðnir með eitt barn
   • Tveir fullorðnir með tvö börn
   • Tveir fullorðnir með fleiri en tvö börn
   • Staða á húsnæðismarkaði
   • Eigin húsnæði
   • Leigjendur
   • Búseta
   • Þéttbýli
   • Höfuðborgarsvæðið
   • Dreifbýl
   • Stærri bæir
   • Dreifbýli
   • Tekjubil foreldra
   • 1-20% (lægsta tekjubil)
   • 21-40%
   • 41-60%
   • 61-80%
   • 81-100% (hæsta tekjubil)
   • Atvinnuþátttaka foreldra
   • Minni en 50%
   • Meiri en 50%
   • Aldur foreldra
   • Yngri en 30 ára
   • 30-39 ára
   • 40-49 ára
   • Eldri en 50 ára